Fara í efni

Gistihúsið á Bessastöðum

Gistihúsið er í nýlega endurgerðu húsi sem byggt var árið 1937. Hér er mjög friðsælt og auðvelt að hlaða batteríin. Garðurinn við húsið er stór og mikið fuglalíf þar, sem og á landareigninni allri. Húsið er nálægt sjónum, þó þarf að labba dálitlar brekkur til að komast að honum. Að stoppa við í fjörunni og hlusta á náttúruna jafnast á við margra tíma hugleiðslu. Mikið er um æðarfugl og aðra sjófugla og ef maður er heppinn hittir maður sel í fjörunni og jafnvel tófu og þeir heppnustu geta séð hval úti á firðinum.

Verið velkomin að kíkja til okkar og bóka gistingu í dag eða meira. Margir sem bóka hjá okkur skrifa í gestabókina að þeir vildu óska að þeir hefðu bókað fleiri en eina nótt. Á heimasíðunni má finna frekari upplýsingar um gistihúsið, eins getið þið fræðst um hrossaræktina okkar og kúabúskapinn.

Gestum er velkomið að hafa með sér hund, ef hann er vel húsvanur og hafður í bandi úti. Hundar eru algerlega á ábyrgð gestanna sem koma með þá.​ Hér eru bæði hross, kýr og kálfar auk heimilishundsins þannig að ókunnir hundar sem ekki þekkja til geta gert usla.

Eins geta gestir komið með reiðhestana sína með sér og við útvegað þeim beitarhólf fyrir þá. Hér í Húnavatnssýslum eru frábærar reiðleiðir.

Hvað er í boði