Fara í efni

Gistiheimilið Bergistangi

GISTIHEIMILIÐ BERGISTANGI

Boðin er gisting í tveimur húsum; Annars vegar tvö rúmgóð herbergi á jarðhæð í íbúðarhúsi eigenda með þremur rúmstæðum hvort. Sameiginlegur inngangur er með íbúð eigenda á annarri hæð. Sameiginlegt fyrir þessi tvö hergbergi, snyrting, lítið eldhús. 

Hins vegar er gisting í frystihúsi, sem var byggt í tengslum við sláturhús á staðnum, og var notað sem slíkt í þrjátíu ár. Tímarnir breytast og svo er komið árið 1992, að ekki er lengur þörf fyrir frystihús. Fyrir nokkrum árum réðust eigendur hússins, í að breyta því í gistihús. Í húsinu eru þrjú herbergi, notuð fyrir gistingu. Kojur eru herbergjunum, sem eru misstór, átta kojur í stærsta herberginu og sex í hvoru hinna tveggja, samtals tuttugu. Í kojunum, sem eru á tveimur hæðum, eru góðar dýnur. Handlaugar eru í herbergjunum. Snyrting er einnig í húsinu. Rúmgott eldhús er og mjög góð eldunaraðstaða . 

Húsið hefur verið vinsælt fyrir hópa og einstaklingar gista þar líka.

Hvað er í boði