Fara í efni

Green Energy Travel ehf.

Ferðaþjónustan Storð / Green Energy Travel – Iceland, er umhverfisvænn ferðaskipuleggjandi. Markmið okkar er að sýna þér undur Íslands á persónulegan hátt án óþarfa umhverfisstreitu. Við bjóðum því upp á ferðir í litlum hópum, persónulega þjónustu og óvenjulegar fáfarnari leiðir að helstu náttúruperlum Íslands.  

Ferðaþjónustan Storð býður upp á ferðir á ensku, þýsku og skandinavískum tungumálum. Einnig getum við útvegað leiðsögn á öðrum tungumálum, svo sem frönsku, ef bókað er fyrirfram.

    
Ferðir frá Reykjavík
Hefðbundnar ferðir:
 Ferð  Tímabil  Lengd Hvert er farið?
 1. Golden andventure - Gullhringur  Allt árið  6-8 tímar Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Skálholt, Kerið, Tungufellskirkja, Brúarhlöð, Sólheimar í Grímsnesi, heim um Nesjavallaveg.
 2. Highland Gold  Júní-sept  8-10 tímar Hálendisferð að hluta, Þingvellir, Gullfoss, Geysir, heim um Nesjavallaleið. Trjám plantað eða grasi sáð.
 3. Volcanic Wonderland - Snæfellsnes  Maí-sept 10-12 tímar Snæfellsnes undir jökli, Arnarstapi, Hellnar, Djúpalónssandur, ekið fyrir jökulinn, farinn jökulháls til baka. Boðið upp á hellaskoðun fyrir þá, sem áhuga hafa.
 4. Of Sharks and Islands - Snæfellsnes með básferð  Sumar  10-12 tímar Stykkishólmur, sigling um Breiðafjarðareyjar, Berserkjahraun, Bjarnarhöfn, Búðir, Lýsuhóll.
5. Gate to Hell - Landmannalaugar og Hekla Júní-sept 12 tímar Leirubakki (Heklusetur) til Landmannalauga um Dómadalsleið, heimferð um Sigöldu, Sultartanga og Þjórsárdal.
6. Woods Of The Thunder God – Þórsmerkurferð Júní-sept 10-11 tímar Þórsmörk með stoppum á leiðinni við eldstöðvar og Seljalandsfoss, ofl.
7. Touch Of The Highlands – Um Uxahryggi til Borgarfjarðar Maí-sept 5-6 tímar Þingvellir, Uxahryggjavegur, Lundarreykja og Skorradalur, Hvalfjörður.
8. Goin’ South – Suðurstrandarferð Allt árið 10-11 tímar Eyjafjallasveit, Vík í Mýrdal, Skógafoss, Seljalandsfoss, Dyrhólaey, Reynisfjara, Sólheimajökull.
9. Wonders Of The West – Borgarfjörður Og Kaldidalur Júní-sept 10-12 tímar Um Borgarfjörð, Reykholt, Hraunfossar, Húsafell, Deildartunguhver og á sumrin Kaldidalur og Þingvellir.
10. Vestmannaeyjaferð Allt árið 12 tímar Til Vestmannaeyja með Bakkaferju.
       
Hálfsdags ferðir:
1. Smoking Peninsula – Hefðbundinn Reykjanesrúntur Allt árið 4-5 tímar Garðsskagi, Sandgerði, Reykjanes, Grindavík, Bláa lónið.
2. Above and under the lava. – Krýsuvíkurhringur með hellaskoðun Júní-sept 4-5 tímar Kleifarvatn, Krýsuvík, Herdísarvík, Strandarkirkja, Arnarker eða viðlíka hellir.
3. Reykjavik – The City On The Fiord – Reykjavíkurferð Allt árið 3-3,5 tímar Hægt að fá lengri ferð ef óskað er.
4. Reykjavík og Viðey Allt árið Samkomulag Síðdegisskoðunarferð, sem lýkur á bátsferð í Viðey, skoðun á Viðeyjarkirkju og kvöldverði í Viðeyjarstofu.
5. To The Source Of The Power – Hellisheiði og Hveragerði Allt árið 4-5 tímar Hellisheiði, Hveragerði,
       
Kvöldferðir:
1. Twilight Zone - Reykjavík í ljósaskiptunum Haust-vetur-vor 2 tímar Um Reykjavík og nágrenni.
2. Evening gold - Gullfoss og Geysir Maí-ág. 5-6 tímar Kvöldferð að Gullfossi og Geysi með kvöldmat.
3. Heart Of Darkness – Kvöldferð út í myrkrið Haust-vetur-vor 3 tímar Stutt ökuferð út fyrir Reykjavík.
       
Sérferðir og fræðsluferðir:
1. The Living Earth – Jarðfræðiferð Allt árið 8-9 tímar Jarðfræðiferð um Krísuvíkurhringinn og til Þingvalla
2. The Coast At The Outermost Sea Allt árið 6-8 tímar Menningarferð um Reykjanesskagann
3. Golden String Of Churches Allt árið 8-10 tímar Gullhringur með kirkjuskoðun
4.    Sagas and Stories in Volcanic Shadows – Sögualdarslóðir á Suðurlandi Maí-sept 12 tímar Til Heklu og í Þjórsárdal, um Rangárvelli til Hvolsvallar og um söguslóðir Njálu.
5. Rise of the Naive – Kirkjuskoðunarferð á Suðurlandi Allt árið 8-10 tímar Kirkjuskoðun i Flóanum, Holtum og á Rangárvöllum. Eyrarbakki og Stokkseyri.
6. Exploring areas – Landnámsferð Allt árið 11-12 tímar Um Borgarnes og Mýrar og Skógarströnd í Dalasýslu, á Eiríksstaði og í Búðardal.
7. Literary trails. – Bókmenntaferð í Borgarfjörð. Allt árið 10 tímar Í Gljúfrastein, þaðan í Hvalfjörð og að Reykholti, til baka um Akranes og Hvalfjarðargöng.
8. Blooming Iceland – Grasafræðiferð Júní-júlí 8-10 tímar Suður og Vesturland
9. Off the Beaten Track – Hálendisævintýri Sumar 10 tímar Fáfarnar slóðir um hálendið á milli Gullfoss og Þjórsárdals.
       
Lengri ferðir:
1. Fiordland – Sunnanverðir Vestfirðir og Breiðafjörður Júní-ág 16 tímar Dalasýsla, Klofningur, Reykhólar, Flókalundur. Ferja tekin til Stykkishólms.
2. Where the Dark Powers Reign – Galdraferð í Strandasýslu Maí-sept 14 tímar Í Strandasýslu, Hólmavík, Bjarnarfjörð, heim um Arnkötludal.

Hvað er í boði