Fara í efni

Golfklúbburinn Keilir

Byrjað var að spila Hvaleyrarvöllinn í núverandi mynd árið 1997. Hannes Þorsteinsson teiknaði og hannaði fyrri níu holurnar eða “hrauni”, en fleiri komu að hönnun síðari níu holanna. Fyrri níu holurnar eru í Hvaleyrarhrauni og er spilað í suður frá klúbbhúsinu og svo til baka. Síðari níu holurnar eru á gamla Hvaleyrartúninu þar sem spilað er meðfram strandlengjunni. Á vellinum eru hvítir, gulir, bláir og rauðir teigar og parið er 71 (36 + 35). Hvaleyrarvöllur hefur í gegnum árin verið annálaður fyrir góðar brautir og eftir að nýi völlurinn í Hvaleyrarrauni var opnaður hafa flatirnar fengið lofsverða athygli fyrir að vera sérstaklega góðar.

Nafn golfvallar: Hvaleyrarvöllur
Holufjöldi:
18
Par:
71 

Nafn golfvallar: Sveinskotsvöllurvöllur
Holufjöldi:
9
Par:
?

Hvað er í boði