Fara í efni

Golfklúbbur Mosfellsbæjar – Hlíðavöllur og Bakkakot

Hlíðavöllur er staðsettur við Leirvog í Mosfellsbæ og er 18 holu keppnisvöllur. Völlurinn liggur við ströndina og er óviðjafnanlegt útsýni bæði til sjávar og fjalla. Hlíðavöllur er 5.412 metrar á gulum teigum og 4.678 metrar á rauðum.

Bakkakot er staðsett í Mosfellsdal og er 9 holu keppnisvöllur. Einkenni Bakkakots má segja að séu stuttar brautir og trjágróður en í gegnum árin hefur mikið verið gróðursett á svæðinu og er sannkölluð sveitasæla stutt frá ys og þys borgarinnar. Bakkakot er 2.051 metrar 9 holur af gulum teigum eða 4.102 metrar á 18 holum.

Hvað er í boði