Fara í efni

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar - GKG

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður 24. mars 1994. Svæði félagsins er í landi Garðabæjar annarsvegar og í landi Kópavogs hinsvegar eins og nafnið ber með sér. Vallarstæðið er í Vetrarmýri í landi Vífilsstaða í Garðabæ og í Leirdal ofan við Salahverfi í Kópavogi.

Fram til ársins 1996 voru einungis 9 holur til afnota fyrir félagsmenn en árið 1996 voru teknar í notkun 9 holur til viðbótar og var völlurinn þá orðinn 18 holur. Enn frekari endurbætur voru gerðar á vellinum 2002 og nú síðast hafa 9 holur til viðbótar verið byggðar í Leirdal í landi Kópavogs. Kópavogshluti vallarins var tekinn í notkun árið 2007. 

Í dag er völlurinn orðinn hinn glæsilegasti og státar af 27 holum.  Annars vegar er 9 holu völlur ( MÝRIN, par 34 ) og hinsvegar 18 holu völlur ( LEIRDALSVÖLLUR, par 71).

 

 



Hvað er í boði