Fara í efni

Jökulsárlón

Ferðagjöf

Hjólabátur

Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón á
einum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt á
milli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn er
tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur,
gætuð þið séð seli.

Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá sögu
Jökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið.

Ferðin tekur 30 - 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga nú
þegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mæta
þarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð í
bátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt að
klæða sig eftir veðri.

Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru engin
aldurstakmörk í hjólabátferðinni

Zodiac ferðir

Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórt
svæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum.

Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæður
leyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund,
mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.

Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nánd
við lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórar
spjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns.

Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratt
hluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa að
hafa náð 130 cm hæð að lágmarki

Hvað er í boði