Fara í efni

Gistihúsið Berg

Gistihúsið Berg er staðsett á Sandi í Aðaldal. Þar er stórbortin náttúrufegurð og fjölskrúðugt fuglalíf. Bærinn stendur við útjaðar Aðaldalshrauns sem hefur að geyma fallegar og fjölbreyttar hraunmyndir og er gróið lágvöxnum birkiskógi og kjarri. Í hrauninu er að finna margar skemmtilegar gönguleiðir. Frá Bergi er stórfenglegt útsýni m.a. norður yfir Skjálfanda og til Kinnarfjalla í vestri. Frá Bergi eru 20 km. til Húsavíkur og þar má finna margvíslega þjónustu og afþreyingu og má þar kannski helst nefna geysigóða hvalaskoðun en Skjálfandaflói er þekktur fyrir mikið og fallegt sjávarlíf. Einnig má nefna að á Húsavík er næsta matvörubúð við Gistihúsið Berg. Af því sem má finna í næsta nágreni er minjasafnið á Grenjaðarstað, Laxárvirkjun og Goðafoss. Það eru fá svæði á landinu sem geta státað af jafnmörgum náttúruperlum og norðausturland en þar má kannski helst nefna víðfrægar náttúrugersemar eins og Mývatn (45 km), Ásbyrgi (70 km), Hljóðaklettar (90 km) og Dettifoss (110 km).

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.

Hvað er í boði