Fara í efni

Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal

Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg, Hótel Geysi og veitingahúsið og ísbúðina Geysi

Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal er staðsett í náttúruperlunni á Geysi, við hliðina á hverasvæðinu og á móti Hótel Geysi og söluskálanum á Geysi. Á tjaldsvæðinu geta náttúruelskendur og þeir ævintýragjörnu sem vilja vera frjálsir eins og fuglinn haft möguleika á að tjalda við jaðar hverasvæðisins með Geysi og Strokk í nokkurra metra fjarlægð. Látið hverinn vekja sig á morgnana eða svæfa sig á kvöldin.

Í þjónustuhúsinu er aðstaða fyrir gæslu, sturtur, góð salernisaðstaða, salerni fyrir fatlaða og þvottaaðstaða. Leiktæki eru fyrir börnin og fótboltamörk. Rafmagn er á svæðinu.
Tjaldsvæðið er í göngufæri við hverasvæðið, Haukadalsskóg og alla þá þjónustu sem býðst á Geysissvæðinu. Til dæmis geta gestir farið út að borða á Hótel Geysi, og nýtt sér fjölbreytta verslun söluskálans. Alltaf er líf og fjör í garðinum við hótelið, góðar veigar af matseðli í allt sumar. Á Geysir Glímu sem er beint á móti tjaldsvæðinu er fjölbreyttur veitingastaður, ísbúð og kaffihús. Hægt að finna eitthvað fyrir alla fjölskylduna allt frá pizzu upp í ferskan fisk eða gómsæta súpu. Einnig gómsætt nýmalað Illy kaffi og úrval af kökum og sætum bitum.

Notalegt umhverfi þar sem gott er að njóta góðra veitinga á.

 

 

 

Fjölbreytt afþreying er í boði á Geysissvæðinu. Haukadalsvöllur er rétt hjá tjaldstæðinu (www.geysirgolf.is), hestaleiga er á Kjóastöðum rétt við Geysi, flúðasiglingar á Hvítá og riverjet (http://www.icelandriverjet.is/), hestasýningar í Friðheimum (Reykholti) og laxveiði í Tungufljóti svo fátt eitt sé nefnt. Frábært nútímalegt margmiðlunarsafn er staðsett í söluskálanum á Geysi. Aðgangur er ókeypis. Þar er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. Gestir geta fundið og upplifað kraftinn sem einkennir náttúru þessa lands og kynnst fyrirbærum á borð við eldgos, hlaup, jarðskjálfta, norðurljós og íshelli.

Tjaldsvæðinu er skipt upp þannig að hluti þess sem liggur að hverasvæðinu er eingöngu fyrir tjöld.
Húsbílar, hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og aðrir vagnar tjalda á sérsvæði þar sem einnig er boðið upp á rafmagn.

Njótið sumarsins og fallegrar náttúru Íslands

 

 

Opnunartími
15. maí til 15 september

 

 

Umgengisreglur

  • Greitt er fyrir tjaldstæði í tjaldhúsi Geysis á tjaldsvæði við komu
  • Umferð ökutækja er ekki leyfð frá kl. 24:00 til kl. 8:00
  • Á miðnætti skal vera komin ró á svæðið. Þar sem hvíld er öllum ferðamönnum nauðsynleg þá vonum við að þú munir sofa vel
  • Vinnið ekki spjöll á náttúrunni
  • Sorp skal láta í þar til gerð ílát
  • Rafmagn greiðist í tjaldshúsi tjaldsvæðisins fyrir notkun
  • Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri
  • Engin ábyrgð er tekin á eignum tjaldgesta
  • Leiksvæði er á eigin ábyrgð og börn á ábyrgð ábyrgðarmanna sinna

Starfsfólk Geysis leggur sig fram um að mæta kröfum ykkar og óskum eftir bestu getu. Ef þið hafið einhverja spurningar eða óskir, endilega leitið til tjaldstæðavarðar.

Verð 2016:

Verð fyrir fullorðna:  1.700 kr
Verð fyrir börn (8 – 15 ára):  500 kr
Verð fyrir börn (0-7 ára):  frítt
Eldri borgarar og öryrkjar:  800 kr
Rafmagn:  1.000 kr fyrir 24 klst
Sturtur:  400 kr

Greitt er fyrir tjaldstæði hjá tjaldsvæðaverði sem er staðsettur í þjónustuhúsnæðinu á tjaldsvæðinu.

Hvað er í boði