Fara í efni

Gaukurinn

Gaukurinn er miðstöð lifandi tónlistar í miðborg Reykjavíkur. Með margra ára reynslu í tónleikahaldi hefur Gaukurinn skipað sér fastan sess í menningarlífinu. Allar tónlistarstefnur eiga heimili á Gauknum. Tónleikahald og aðra viðburði má finna á Facebook síðu Gauksins. Auk þess að halda tónleika er Gaukurinn með allskonar viðburði á boðstólunum meðal annars Karaoke, Drag sýningar, plötusnúða og fleira. Gaukurinn er LGBTQ+ vinalegur staður þar sem allir eru velkomnir. 

 

Hvað er í boði