Fara í efni

Gamla gistihúsið

Ferðagjöf

Gamla gistihúsið er heimilislegt gistiheimili vel staðsett á besta stað í miðbæ Ísafjarðar. Gistirými er fyrir 21 í níu björtum herbergjum. Í öllum herbergjum er vaskur, sjónvarp og tölvutenging. Notalegir baðsloppar fylgja öllum herbergjum.
Sameiginleg bað- og snyrtiaðstaða er á hvorri hæð og hægt er að fá barnarúm og dýnur fyrir yngstu gestina.
Morgunverður er framreiddur í morgunverðarsal.

Góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Notaleg setustofa með tölvu og bókahorni. Eldurnaraðstaða. Gamla gistihúsið er reyklaust.

Einnig er boðið upp á svefnpokapláss fyrir allt að 21 í sérhúsi, þar sem er góð snyrtiaðstaða, setustofa með sjónvarpi auk eldunaraðstöðu.

Hvað er í boði