Fara í efni

Þjóðlagasetur Sr. Bjarna Þorsteinssonar

Þjóðlagasetrið á Siglufirði er staðsett í einu elsta húsi Siglufjarðar. Í því eru íslensk þjóðlög kynnt á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Þar er boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Sagt er frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar (1861 – 1938), greint frá heimildarmönnum hans og mörgum þeim sem aðstoðuðu hann við söfnunina víða um land.

Aðgangseyrir:
Fullorðnir: 1400
Eldri borgar og námsmenn: 900
Börn 16 ára og yngri: ókeypis
Sameiginlegur miði með Síldarminjasafninu 2400/1300

Hópar (8 eða fleiri):
Aðgangseyrir: 1200 á mann
Aðgangseyrir og leiðsögn: 1200 á mann + 8000 fyrir leiðsögn

Opnunartímar:
Sumar: 1. júní til 31. ágúst 11.00-17.00, 11-17
Vetur: September til maí: samkvæmt samkomulagi

Hvað er í boði