Fara í efni

Eyvindarstofa Blönduósi

Ókrýndur konungur fjallamennsku á Íslandi er óumdeilanlega útilegumaðurinn Fjalla-Eyvindur, sem í 40 ár lá úti á heiðum og hálendi Íslands ásamt konu sinni Höllu. Ratvísi Eyvindar, útsjónasemi, þekking á aðstæðum og hæfni til þess að komast af er aðdáunarverð, eins og hver sá gerir sér grein fyrir sem kynnst hefur vályndum veðrum og erfiðum aðstæðum á hálendi Íslands.

Fjalla-Eyvindur bauð yfirvaldinu byrginn sem stjórnaði lýðnum með harðri hendi á 18. öld og ávallt tókst honum að komast undan klóm réttvísinnar. Eyvindur lifði á sauða- og hrossaþjófnaði sem þótti hin versta synd á þeim tíma og lágu þungar refsingar við slíku. En ólíkt flestum öðrum var þjófnaðurinn afleiðing útlegðarinnar sem enginn veit hver raunveruleg ástæða var fyrir í upphafi, en ekki ástæða. Ýmsir lögðu Eyvindi lið, ekki bara fátækir bændur heldur líka jafnvel sýslumenn og embættismenn. Launaði hann liðveisluna stundum með tágakörfum úr grávíði sem hann fléttaði af mikilli snilld og þóttu miklir kostagripir. Eru sumar þeirra til enn þann dag í dag.

Á Blönduósi hefur verið opnaður nýr þematengdur veitinga-
salur sem tekur allt að 70 manns í sæti. Í Eyvindarstofu er boðið upp á sérstakan þjóðlegan matseðil og einleik um útilegumanninn Fjalla-Eyvind undir borðhaldi.

Eyvindarstofa er innréttuð líkt og útilegumannahellir og er borðbúnaður
hannaður eftir tágakörfum Eyvindar. Boðið er upp á sérstakan
hádegisverðarseðil og þriggja rétta kvöldverðaseðil.

Eyvindarstofa er nýjung í íslenskri veitingaflóru þar sem þið getið boðið farþegum ykkar upp á einstaka upplifun í mat og menningu. Inn af matsalnum hefur verið komið upp áhugaverðri sýningu til minningar um Fjalla-Eyvind og Höllu. Eyvindarstofa er staðsett á annarri hæð fyrir ofan veitingastaðinn Pottinn Restaurant á Blönduósi.

Fararstjórar og bílstjórar sem koma með hópa fá að sjálfsögðu frítt!

Hvað er í boði