Fara í efni

Sýningin: Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn

Persónuleg leiðsögn um sýninguna "Frönsku fiskimennirnir og gamli tíminn" sem er á Mýrum 8, Patreksfirði.
Hún er um veru franskra fiskimanna hér við land, á skútuöldinni og komu franskra vísindaleiðangra til Patreksfjarðar, allt aftur til 1767.
Á henni eru einstæðir munir og myndir, bæði franskir og íslenskir. Ásamt fjölda bóka á báðum tungumálunum.
Ýmsir gripanna eru yfir 100 ára, m.a: Tveir franskir peningar frá 1854 og 1856. Kolateikning frá árinu 1900.
Upprunaleg síða úr frönsku blaði frá 1895, með koparstungumynd af frönskum skútum og mannfjölda, í Paimpol.
Franskur sjópoki bættur og stagaður, sem kom síðast inn til Patreksfjarðar með eiganda sínum 1913.
Myndir frá Patreksfirði sem hafa ekki áður verið sýndar hérlendis (teknar af Frökkum hér fyrir rúmum 100 árum) og teikningar frá 1772.
Einnig mjög gömul fiskbein, svo eitthvað sé nefnt.
Bókin ,,Pêcheurs de France vus par les Islandais“ Frönsku fiskimennirnir, séðir með augum Íslendinga, ásamt hefti með textunum á íslensku er til sölu á sýningunni.

Opnunartími 01/05 - 30/09  Betra er að hringja á undan sér.

Ath. hægt að opna með litlum fyrirvara að vetrinum, ef haft er samband.

Hvað er í boði