Fara í efni

Engi

Á garðyrkjustöðinni Engi eru seldar lífrænt ræktaðar kryddjurtir, grænmeti og ber  úr eigin ræktun.  Einnig  berjaplöntur, heimagerðar sultur, þurrkað krydd og persónulegt handverk. Við leggjum áherslu á góða þjónustu við gesti okkar og gefum góð ráð varðandi ræktun og meðhöndlun afurðanna okkar.

Gestir geta gengið um 1000 fermetra völundarhús í garðinum úr klipptu limgerði og  skoðað krydd- og ilm- og lækningajurtagarð ásamt því að fylgjast með  garðyrkjustörfum á bænum.   Boðið er upp á jurtate.  Á staðnum er skemmtileg  leikaðstaða fyrir börn og hægt er að skoða sig um, borða nesti o.fl. 

Landnámshænur ganga lausar öllum til ánægju.  Á staðnum er snyrting.

Skammt er í fjölbreytta ferðaþjónustu og afþreyingu, t.d. dýragarðinn Slakka,  hestaleigu, sundlaug, gistingu og veitingar.  Stutt er í Skálholt, Geysi og Gullfoss.

Opnunartími sumarið 2014: 1. júní til 11. ágúst, kl. 12.00 til 18.00


Hvað er í boði