Fara í efni

Eldhestar

Hestaleigan Eldhestar var stofnuð árið 1986. Markmiðið með stofnun þess var að bjóða bæði innlendum og erlendum ferðamönnum upp á hestaferðir um svæði sem ekki voru aðgengileg á annan hátt. Í upphafi var áhersla lögð á að gefa fólki kost á að upplifa Hengilssvæði og þær mörgu náttúruperlur sem þar er að finna, eins og Reykjadal, Marardal, Kattartjarnir svo fátt eitt sé nefnt.

Í dag bjóða Eldhestar upp á fjölmargar hálfdags- og dagsferðir í næsta nágrenni við jörðina Velli í Ölfusi. Ferðirnar eru mjög fjölbreyttar  og má t.d. nefna ferð 3C- Horses and Hot Springs, sem býður upp á fallegt útsýni yfir Ölfusið og fjölbreytta reiðleið meðfram Reykjafjalli. Einnig ferð 3B- Soft River Banks. Þessi ferð er eingöngu ætluð vönum reiðmönnum og liggur að Ölfusárbökkum.  Ferð 5A – The Hot Springs Tour er ein af dagsferðum Eldhesta í Reykjadal, ein af vinsælustu hestaferðum landsins.  Annars bjóða Eldhestar bjóða upp á hestaferðir frá 1 klst og upp í 7 daga ferðir. Allar styttri ferðirnar eru ætlaðar jafnt vönum sem óvönum. Allar hestaferðir fyrirtækisins hefjast á Völlum, hins vegar teygja lengri ferðirnar anga sína nánast um land allt. Sumarið 2019 voru Eldhestar með 380 hross á Völlum, þannig að alltaf eru til hestar við allra hæfi. Athugið að Eldhestar eru staðsettir á Völlum í Ölfusi, einungis í um 30 mínútna akstursfjarlægð frá Reykjavík.

Eldhestar bjóða einnig upp á samsettar ferðir, þar sem hægt er að fara á hestbak að morgni og síðan í einn af eftirfarandi möguleikum;  flúðasiglingar, hvalaskoðun, gönguferð í Reykjadal,  sem og hjólreiðaferð um Reykjavík  svo fátt eitt sé nefnt. Veitingar eru innifaldar í hluta af hestaferðum fyrirtæksins. Léttur hádegisverður er innifalinn í öllum samsettum ferðum fyrirtæksins, auk þess sem boðið er upp á fiskisúpu í vissum ferðum sem og kaffi og heimabakað í ferð 2A – The Heritage Tour.

Í júní árið 2002 tóku Eldhestar í notkun lítið sveitahótel. Hótel Eldhestar er í dag búið 36 tveggja manna herbergjum og einu fjölskylduherbergi, ásamt matsal sem tekur um 120 manns. Heitir pottar eru við hótelið.  Hótel Eldhestar var fyrsta hótelið á Íslandi til að fá norræna umhverfismerkið, Svaninn. Hótel Eldhestar býður upp á þægilegt andrúmsloft, kyrrð og ró sveitasælunnar, en samt aðeins í seilingarfjarlægð frá Reykjavík.

Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana í síma 480 4800 eða info@eldhestar.is

Eldhestar eru 2021 Travellers’ Choice – Tripadvisor.

Hvað er í boði