Fara í efni

Dreki - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Við Drekagil á Ferðafélag Akureyrar fjögur hús, gistirými fyrir 55 manns, 40 í skálanum Öskju og 15 í Dreka. Í skálunum er olíuupphitun, gashellur og eldhúsáhöld. Við skálana er góð hreinlætisaðstaða og sturtur í sér snyrtihúsi. Tjaldsvæði er hjá skálunum. Sumarið 2023 tók félagið í notkun nýtt þjónustuhús fyrir þá sem fara um svæðið og gista á tjaldsvæðinu, þar verður veitingasala þannig að hægt verður að kaupa einhverja nauðsynjavöru, fá sér kaffi, vöfflur og jafnvel súpu.

Skálaverðir eru í skálunum frá lokum júní fram í september. Fyrirspurn um gistingu er hægt að senda á heimasíðu FFA  

Merkt Gönguleið er frá Dreka í Öskju. Dreki er í gönguleiðinni Öskjuvegurinn á milli Bræðrafalls og  Dyngjufells. Frá Dreka má aka til austurs að Herðubreiðarlindum og í Kverkfjöll eða til suðurs á Gæsavatnaleið og Dyngjufjalladals.

GPS: N65°02,52 W16°35,72
Austan Dyngjufjalla. olíueldavél, áhöld, vatn, wc, sturta.

Hvað er í boði