Fara í efni

Dreki - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Við Drekagil á Ferðafélag Akureyrar 4 hús með gistirými fyrir 55 manns 40 í Nýja Dreka og 15 í Gamla Dreka. Í skálunum er olíuupphitun, gashellur og eldhúsáhöld. Gæsla er yfir ferðamannatímann. Við skálana er góð hreinlætisaðstæða og sturtur í sér snyrtihúsi. Tjaldsvæði er hjá skálunum. Merkt Gönguleið er frá Dreka í Öskju.  Dreki er í gönguleiðinni Öskjuvegurinn á milli Bræðrafalls og  Dyngjufells. . Frá Dreka má aka til austurs að Herðubreiðarlindum og í Kverkfjöll eða til suðurs á Gæsavatnaleið og Dyngjufjalladals.

GPS: N65°02,52 W16°35,72
Austan Dyngjufjalla. olíueldavél, áhöld, vatn, wc, sturta.

Hvað er í boði