Dalakofinn Tjaldsvæði
Tjaldsvæði Dalakofans er staðsett við íþróttavöllinn á Laugum. Sundlaugin á Laugum og 6 holu golfvöllur eru í göngufæri við tjaldsvæðið.
Í vallarhúsinu eru flestir þjónustupunktar tjaldstæðisins, en þar er að finna salerni, sturtur, þvottavél og þurrkara. Á efri hæðinni er svo eldunaraðstaða, borð, stólar og sófar. Þar er einnig aðstaða fyrir svefnpokagistingu. Tjaldsvæðið er rekið undir sama hatti og verslun og veitingastaður bæjarins, Dalakofinn. Þangað er hægt að sækja hina og þessa þjónustu.
Opnunartími
1. maí - 15. september
Verð á tjaldsvæði:
Fullorðnir: 1.800 kr nóttin á mann
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.400 kr nóttin á mann
Börn: Frítt fyrir yngri en 14 ára
Fjórða nóttin frí.
Rafmagn: 700 kr nóttin
Þvottavél: 700 kr skiptið
Þurrkari: 700 kr skiptið
Svefnpokapláss: 3.000 kr.
Frítt þráðlaust internet.