Fara í efni

CJA gisting

Á bænum Hjalla í Reykjadal er rekið fjögurra herbergja gistiheimili. Seld er gisting með morgunverði í eins til þriggja manna herbergjum án baðs í kyrrlátu umhverfi og heimilislegu andrúmslofti. Hjalli er einstaklega vel staðsettur á Demantshringnum miðja vegu milli Mývatns og Húsavíkur í eingöngu 2 km fjarlægð frá Laugum – nærri nauðsynjum og náttúruperlum en um leið aðeins út úr iðju og asa.

Til að komast í CJA gistingu er ekið eftir ómerktum malarvegi sem liggur suður frá Laugum austan Reykjadalsár (þjóðvegur 1 er vestan við ána). Við veginn standa nokkur hús, bæir og sumarbústaðir en hann endar svo aðeins frá því öllu, á Hjalla. Þá má geta þess að Hjalli er skógræktarjörð og nærumhverfið tilvalið til göngu og útivistar, auk þess sem þar má bæði finna ber og sveppi til að tína og fjölskrúðugt fuglalíf til þess að fylgjast með.

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Annað 2 x 22 kW (Type 2)