Fara í efni

Camp Boutique

Camp Boutique er hugarfóstur fjölskyldu sem lagðist á eitt við uppbyggingu á sjávarjörð sem tilheyrt hefur okkur í nokkrar kynslóðir. Eigendur Camp Boutique dvöldu þar sem börn í sveit og tóku þátt í að rækta kartöflur og gulrætur. 

Við erum með tvær gerðir af tjöldum, Deluxe tveggja manna og svo stór fjölskyldutjöld. Tjöldin eru hönnuð sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður, upphituð með rafmagnsofnum og innréttuð af mikilli kostgæfni. Það eru uppábúin rúm í tjöldunum og dýnurnar eru upphitaðar.

Hvað er í boði