Fara í efni

Bræðrafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Bræðrafell stendur suðaustur frá samnefndu felli, við suðurrætur Kollóttudyngju. Skálinn var byggður 1976-77. Frá uppgöngunni á Herðubreið er stikuð leið, um 9-10 km, vestur að skálanum. Frá Bræðrafelli er stikuð leið suður í Dreka. Gistirými fyrir 16 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, kolaofn og gashella. Ekkert vatnsból, en regnvatni er safnað í brúsa.

GPS: N65°11,31 W16°32,29

Hvað er í boði