Fara í efni

Golfklúbbur Borgarness

Hamarsvöllur er 18 holur, mjög skemmtilegur golfvöllur sem er frekar auðveldur í göngu.

Völlurinn liðast um hæða og ása umhverfis gamla bæinn að Hamri. Við áttundu flöt stendur svo Icelandair Hótel Hamar.

Vatn kemur við sögu á nokkrum holum og er 16. flöt umvafinn vatni á alla vegu.

Golfklúbbur Borgarness var stofnaður 1973 og var völlurinn upphaflega hannaður af Þorvaldi Ásgeirssyni en Hannes Þorsteinsson, golfvallaarkitekt endurhannaði völlinn og bætti við 9 holum.  Í júní 2007 var völlurinn formlega tekin í notkun sem 18 holu völlur.

Völlurinn er par 71, 5338 m af hvítum teigum, 4939 m af gulum og 4405 m af rauðum teigum.

Öruggara er að panta teigtíma á www.golf.is eða í klúbbhúsi.

Hvað er í boði