Fara í efni

Tjaldsvæðið í Bolungarvík

Tjaldsvæði Bolungarvíkur er við Sundlaug Bolungarvíkur.

Þjónustuhús fylgir tjaldsvæðinu en þar er matsalur fyrir gesti tjaldsvæðins með eldunaraðstöðu.

Einnig er þvottaaðstaða í þjónustuhúsinu með þvottavél og þurrkara og salernis- og snyrtiaðstaða en á opnunartíma sundlaugarinnar er einnig hægt að nýta salerni og snyrtingu þar. Á tjaldsvæðinu er rafmagn, útisnúrur og kolagrill.

Í næsta nágrenni er ærslabelgur, sparkvöllur, hreystivöllur, frisbígolfvöllur og golfvöllur.

Verð 2023

Fullorðinn (16 ára og eldri): 1.800 kr
Börn 15 ára og yngri: frítt
Aukagjald fyrir fyrstu nótt: 800 kr.
Rafmagn: 1.000 kr á sólarhring
Þvottavél: 1.100 kr
Sturta í Árbæ: 400 kr

Frí gisting fjórðu hverja nótt.

Á tjaldsvæði Bolungarvíkur gildir útilegukortið. Þá fá meðlimir FÍB afslátt. 

Hvað er í boði