Fara í efni

Blómsturvellir - Guesthouse

Á Blómsturvöllum í Súðavík er boðið upp á gistingu fyrir fjölskyldur eða hópa. Húsið stendur í gamla bænum í Súðavík. Það var reist árið 1929 og byggt við það árið 1973.

Á Blómsturvöllum eru þrjú svefnherbergi, tvö tveggja manna og eitt eins manns. Þá eru stofa, eldhús og nýuppgert baðherbergi í húsinu. Sunnan við húsið er sólpallur þar sem gott að  njóta sólarinnar á fögrum sumardegi. Frá Blómsturvöllum er fallegt útsýni og stutt að ganga í ósnortna náttúru.

Frá Súðavík er stutt til Ísafjarðar og til margra af þekktustu ferðamannastöðum Vestjarða. Það er því tilvalið að gista í Súðavík ef þú ert að skipuleggja ferðalag um Vestfirði.

Hvað er í boði