Fara í efni

Skíðasvæðið í Bláfjöllum

Í Bláfjöllum eru alls 14 lyftur á 3 mismunandi svæðum, þar af eru 2 stólalyftur. Þá eru þrjár lyftur sérstaklega við hæfi barna og byrjenda. Flutningsgeta þeirra allra er um 12.000 manns á klukkustund. Allir ættu að geta fundið brekkur við sitt hæfi og á kvöldin eru þær helstu upplýstar. Þriggja, fimm og tíu km göngubrautir eru lagðar þegar veður og aðstæður leyfa. Í þjónustumiðstöð er hægt að borða eigið nesti eða kaupa skyndibita og heita hressingu. Skíðaleiga er á staðnum og er hún opin á sama tíma og þjónustumiðstöðin. Þar er hægt að fá leigð hvort heldur er gönguskíði eða svigskíði. Einnig er skíðakennsla í boði um helgar eða samkvæmt beiðni. Lyfturnar eru opnar frá kl. 10:00-17:00 um helgar og á frídögum, en virka daga frá 14:00-21:00.

Rútuferðir eru á hverjum degi sem skíðasvæðið er opið, frá N1 Hringbraut, um Mjódd og Norðlingaholt áður en leið liggur í Bláfjöll. 

Hvað er í boði