Fara í efni

Bjargarsteinn Mathús

Gamla húsið Bjargarsteinn var byggt sem heimili við Vesturgötu 64 á Akranesi árið 1908 og var heimili til ársins 2008 þegar kirkjan keypti húsið til að fá lóðina undir bílastæði. Fyrirtækið S.Ó. Húsbyggingar tók Bjargarstein að sér og fluttu það frá Akranesi til Borgarness þar sem húsið var endurbyggt. Núverandi eigendur ráku augun í litla húsið þar sem það stóð tilbúið til flutnings með söluskilti á og fengu þá hugmynd að það myndi sóma sér vel sem lítill veitingastaður. Draumurinn var lóð með einstöku útsýni fyrir Bjargarstein og hún fannst við sjávarkambinn í sjávarþorpinu Grundarfirði. Á lóðinni stóð fyrir gamall beitningaskúr og við hann fiskþurrkunarhjallur. Í október 2014 var tekin fyrsta skóflustungan og í fallegu veðri þann 7. desember sama ár var Bjargarsteinn sóttur. Húsin voru gerð upp, byggt var við Bjargarstein. Þann 31.júlí 2015 var veitingastaðurinn Bjargarsteinn Mathús opnaður.

Hvað er í boði