Fara í efni

Art Hostel

Art Hostel er staðsett í menningarverstöðini á Stokkseyri , á suðurströnd Íslands. Af svölunum á hostelinu er stórkostlegt útsýni, allt frá Heklu og Eyjafjallajökli og yfir stórfenglegt Atlantshafið.

Art Hostel hentar hvort heldur sem er, sem útgerðarstaður til að ferðast um Suðurland en hvílast svo í góðum rúmum í rólegu og notalegu umhverfi, eða sem stutt næturstop áður en haldið er áfram á ferðalagi um landið.

Við bjóðum upp á margvísleg herbergi, allt frá einföldum herbergjum til íbúða með eldunaraðstöðu. Gisting í uppbúnum rúmum /kojum fyrir  27 manns auk Dormsherbergis fyrir 13 manns einning í uppbúnum rúmum/kojum, samtals 40 manns.

Þessu til viðbótar er boðið uppá svefnpokagistingu í stórum sal með leyfi til að hýsa 250 manns.

Í sameiginlegu rými Art Hostel er eldunaraðstaða í fullbúnu eldhúsi, sameiginlegt sturturými og setustofa með sjónvarpi.

Einnig er frítt WiFi í húsinu.

Í nágreni Art Hostel er hinn rómaði veitingarstaður, Fjöruborðið, spennandi söfn á borð við Draugasetrið og Álfasafnið og svo er hægt að skella sér á Kayak á tjörnunum sem Stokkseyri er svo fræg fyrir.

Frá Art Hostel er ekki nema u.þ.b. 40 mínútna akstur til Reykjavíkur og ekki nema rétt um 10 mínútur á Selfoss. Að auka tekur ekki nema um 1 klst að keyra sem leið liggur til Keflavíkur.
Þjónustan okkar miðast við að vera eins persónuleg og vinaleg og unnt er, svo allir njóti sín sem best.

Verð á gistingu er frá er á bilinu 4.500 kr (svefnpokarými) – 20.000 kr (fullbúin íbúð).

Verðlisti :

  • Einstaklingur í rúmi í blönduðu rými er á 10. þús nóttin.
  • Tveir saman í blönduðu rými er á nóttin 14. þús, hægt er að vera allt að 4 saman í blönduðum herbergjum.
  • íbúð fyrir einstakling er á 14. þús og fyrir tvo 20. þús.
  • Svefnpoka pláss ef miðað er við svefnpoka þá 4500 á nóttina en 5,500 ef fólk við hafa sæng og kodda frá Hostelinu.

Hvað er í boði