Fara í efni

Árnes

Árnes nefnist elsta húsið á Skagaströnd. Sveitarfélagið lét gera það upp og tók í notkun sumarið 2009. Húsið er nú einstak dæmi um vistarverur fólks á fyrri hluta 20. aldar. Það er dæmigert timburhús frá þessum tíma og hið eina þessarar gerðar sem mögulegt var að varðveita á staðnum. Húsið er búið húsgögnum og munum úr Muna- og minjasafni Skagastrandar, lánshlutum og jafnvel búnaði úr eigu fyrri íbúa hússins.

Í Árnesi geta gestir fengið spáð í spil, bolla eða látið lesa í lófa alla daga yfir sumarið.
 


Opnunartími
Júní, júlí og ágúst:
Opið mánudaga til laugardaga frá 13 til 16.
Lokað á sunnudögum.

September til maíloka:
Opið eftir samkomulagi.

Umsjón með húsin hefur Sveitarfélagið Skagaströnd, sími á skrifstofutíma er 455 2700.

Hvað er í boði