Fara í efni

Náttúruhlaup

Náttúruhlaup er spennandi, nýr valkostur fyrir skokkara og langhlaupara þar sem valdar eru náttúrulegar hlaupaleiðir utan gatnakerfisins. Hlaupið er á manngerðum stígum, kindaslóðum eða yfir móa, tún, fjöll og mela, hvert sem leið liggur um íslenska náttúru.

Náttúruhlaup kallar á annan búnað og öðruvísi hugsunarhátt en hefðbundið götuhlaup. Boðið er reglulega upp á grunnnámskeið í náttúruhlaupum fyrir alla getuhópa. Einnig er má gerast áskrifandi að virku hlaupasamfélagi. Að auki eru í boði hlaupaferðir bæði innanlands og erlendis.

Hvað er í boði