Fara í efni

Álftavatn - Ferðafélag Íslands

Eldri skálinn við Álftavatn var reistur 1979 og nýi skálinn var tekinn í notkun 2010. Þau rúma samtals 72 manns í svefnpokaplássi í kojum. Í báðum skálum eru gashellur til eldunar, kalt rennandi vatn, pottar, leirtau og hnífapör.

Skálavörður er á sumrin og hefur sérstakt hús fyrir sig. Vatnssalerni og sturtur eru í sérstöku húsi og þarf að greiða fyrir sturtur. Tjaldstæði eru á vatnsbakkanum. Skálarnir eru á miðri gönguleiðinni um Laugaveginn, milli Landmannalauga og Þórsmerkur og vegurinn um Fjallabaksleið syðri liggur skammt frá skálum. Umhverfi skálanna er fagurt og þar eru fjölbreyttar gönguleiðir. Upplagt er að ganga t.d. í Álftaskarð, á Brattháls og í Torfahlaup.

Hvað er í boði