Fara í efni

Tjaldsvæðið á Akranesi - Kalmansvík

Ferðagjöf á ekki við um þessa þjónustu

Tjaldsvæðið á Akranesi við Kalmansvík verður vinsælla með hverju árinu sem líður og fjöldi fólks nýtir sér það hvert sumar. Þar er vel búið að ferðafólki hvort sem það ferðast með húsvagna hvers konar, eða með tjöld, lítil og stór.

Seyrulosun fyrir húsbíla er til staðar, rafmagnstengingar eru margar og í þjónustuhúsi eru sturtur og snyrtingar auk þess sem hægt er að nýta þvottavél og þurrkara gegn vægu gjaldi.

Tjaldsvæðið er vel í sveit sett á norðanverðu Akranesi ofan við sandfjöruna í Kalmansvík og þaðan er fallegt útsýni yfir á Snæfellsnesfjallgarðinn þar sem jökullinn skartar sínu fegursta á góðviðrisdögum. Frá tjaldsvæðinu er skemmtileg gönguleið með ströndinni að Elínarhöfða og Höfðavík, gegnum Miðvog inn að Innstavogi og alveg út á Innstavogsnes. Stutt er í verslanir og þjónustufyrirtæki frá tjaldsvæðinu og upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk er við Akratorg í um 15 mínútna göngufæri frá tjaldsvæðinu. Nýverið var opnað gallerý á tjalsdvæðinu, sem gestir geta notið.

Verð 2019:

Fullorðnir: 1.500
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.200
Gestir 15 ára og yngri: ókeypis
Rafmagn á sólarhring: 900
Þvottavél: 400
Þurrkari: 400
Þvottaefni pr. þvottur: 100

Hvað er í boði