Fara í efni

5 milljón stjörnu hótelið

"5 milljón stjörnu hótelið" er fjölskyldufyrirtæki sem býður upp á gistingu í gegnsæum náttúrukúlum.

Kúlurnar eru staðsettar á tveimur stöðum á Suðurlandi, annars vegar rétt fyrir utan Selfoss (Ölvisholt) og hins vegar í Bláskógabyggð (Hrosshagi). 

Kúlurnar eru upphitaðar með þægilegum rúmum og er hver og ein kúla inn á milli sígrænna trjáa. Hver kúla rúmar 2 fullorðna. Sameiginleg salernisaðstaða er á báðum stöðum en engin veitingasala er til staðar. Hins vegar er stutt í alla þjónustu (Reykholt og Selfoss). 

Þar sem kúlurnar í Ölvisholti eru staðsettar uppi á hæð henta þær síður þeim sem eiga erfitt með gang en í Hrosshaga er flatlendi. 

Kúlugisting er ævintýri fyrir alla, stóra sem smáa, og skemmtileg nýjung til að njóta íslenskrar náttúru á einstakan og skemmtilegan hátt. 

Hvað er í boði