Fara í efni

Skálafell – Hjallanes

Höfn í Hornafirði

Skálafell er staðsett á milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. Skálafell býður upp á glæsilegar merktar gönguleiðir í kringum svæðið, þar á meðal einungis 45 mínútna göngu að brún Vatnajökuls. Einnig hefur ný göngubrú verið reist yfir ánna Kolgrímu sem gefur möguleika á göngu um Heinaberg frá Skálafelli. Svæðið er gríðarlega vinsæll áfangastaður þegar skoða á jökulinn og náttúruna í kring.