Fara í efni

Hólahólar á Snæfellsnesi

Snæfellsbær

Hólahólar á Snæfellsnesi eru forn, sérkennileg, gígaþyrping á sunnanverðu nesinu, rétt hjá Hellnum, steinsnar frá þjóðveginum.  

Einn gíganna er opinn á hlið, hin fegursta náttúrusmíð, en botninn er sléttur og gróinn svo minnir helst á geysimikið hringleikahús, er gígurinn kallaður Berudalur og á þar að vera mikil álfabyggð.  

Skemmtilegar gönguleiðir eru þarna í kring og auðvelt er að ganga um Hólana. Bílastæði er á staðnum.  

Eyðibýlið Hólahólar var áður höfuðból þegar útræði var í Dritvík og á Djúpalónssandi, en lagðist í eyði 1880 og síðan hefur huldufólk ráðið ríkjum þar að talið er.