Fara í efni

Vatnajökulsþjóðgarður - norðursvæði

Vatnajökulsþjóðgarður er víðfemur og nær yfir tæp 13% af Íslandi. Þó stór hluti þjóðgarðsins sé undir jökulhettu Vatnajökuls er landslag hans fjölbreytilegt. Má það helst þakka samspili eldvirkni, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla.
Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.
Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa. Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar.

Heimasíða þjóðgarðsins er www.vjp.is