Fara í efni

Selatangar

Gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur.

Á Selatöngum var allmikið útræði, bæði á vegum Krýsuvíkurbónda og annarra, meðal annars reru þar skip frá Skálholtsbiskupi.  Vísa er til sem nefnir 82 sjómenn þar.  Útræði lagðist niður á Selatöngum eftir 1880.  Allmiklir verbúðarústir eru þar og viða hefur verið hlaðið fyrir hraunhella sem vermenn höfðu til ýmissa nytja, má þar nefna Mölunarkór og Sögunarkór.  Minjar þar eru friðlýstar.  Á seinni hluta 19. aldar kom upp reimleiki á Selatöngum og var draugurinn nefndur Tanga-Tómas.  Mikill reki er við Selatanga.  Þar er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana.  Þangað liggur ógreiðfær vegarslóði af Ísólfsskálavegi.