Fara í efni

Lystigarðurinn á Akureyri

Akureyri

Garðurinn er einn af fegurstu perlum Akureyrarbæjar. Stofnað vartil hans fyrir forgöngu kvenna og stóð frú Anna Schiöth þar í fararbroddi. Í garðinum er að finna brjóstmynd af frú Margarethe Schiöth, tengdadóttur Önnu sem hélt starfinu áfram, og á stöpul hennar er letrað "Hún gerði garðinn frægan."

Lystigarðurinn er nú í eigu Akureyrarbæjar en hann var opnaður árið 1912. Í honum má finna nánast allar þær plötur er finnast á Íslandi eða um 450 tegundir og rúmlega 6.000 erlendar tegundir. Garðurinn er formlega opinn frá 1. júní til 30. september frá klukkan 8-22 virka daga en 9-22 um helgar. Utan þess tíma er samt hægt að heimsækja garðinn því hliðin eru ávallt opin gestum.

Starfsmenn Lystigarðsins halda úti fróðlegri heimasíðu þarsem er að finna hafsjó upplýsinga um plöntur og fleira.