Fara í efni

Langjökull í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði

Langjökull í Borgarfirði er annar stærsti jökull landsins, 950 km2 Aðgengi er með því besta sem gerist. Boðið er upp á ýmsar ferðir á jökulinn, snjósleðaferðir og ferðir í ísgöng, þau stærstu sinnar tegurndar í heiminum. Á góðum degi er útsýnið af jöklinum óviðjafnanlegt. 

Hæsta bunga jökulsins er 1355m en mestur hluti hans er í 12-1300 m.y.s. Ýmis fell og fjöll eru í jökulröndinni og einnig ganga allmargir skriðjöklar út frá honum. Umhverfis Langjökul eru smájöklarnir Eiríksjökull, Þórisjökull, Hrútafell og Ok sem reyndar hefur tapað titlinum jökull.  

Allt heitt vatn suður í Brúará, Þingvallavatni, suðvestur á Reykjanesfjallgarði, á Arnarvatnsheiði og jarðhitasvæðin í Borgarfirði, Reykjavík og nágrenni og á Geysissvæðinu er frá jöklinum komið.  

Langjökull tilheyrir vestara gosbelti, því sama og Reykjanesskaginn og Hengilskerfið. Hann hefur ekki verið mikilvirkur sem eldfjall á nútíma, ef undan eru skilin nokkur stór dyngjugos og er Skjalbreiður þeirra langstærst. Mesta hraunið hefur þó runnið eftir landnám, Hallmundarhraun, sem rann árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls.  

Jarðskjálftavirkni hefur verið nokkuð mikil við jökulinn sem bendir til þess að þar séu lifandi eldstöðvar sem þó eru ekki taldar hættulegar.