Fara í efni

Langisandur á Akranesi

Akranes

Langisandur á Akranesi er að margra mati, ein besta bað- og sandströnd landsins og er hún staðsett er neðan við íþróttamannvirki við Jaðarsbakka.
Langisandur hefur löngum verið notaður sem útivistarsvæði og fara gestir og heimamenn þar í gönguferðir allan ársins hring og til margra ára var sandurinn æfingasvæði knattspyrnumanna.
Á tímabili var sandurinn notaður sem flugvöllur.
Þeim fjölgar sífellt sem skella sér í sjósund reglulega og nýta sér þá aðstöðu sem búið er að koma upp við Langasand. Ofan við ströndina hefur verið komið upp skjólsælum palli. Þar er lítið þjónustuhús þar sem hægt er að fá keyptar veitingar.

Langisandur er bláfánaströnd en það er umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum