Fara í efni

Krosshólaborg í Dölum

Búðardalur

Krosshólaborg í Dölum er rétt við veginn sem liggur vestur á Fellsströnd. Af borginni er gott útsýni.  

Sagt er að landnámskonan Auður djúpúðga, sem nam land í Dölum, hafi farið þangað til bænahalds og var um það leyti mikil átrúnaður á klettaborginni, þar sem talið er að Auður hafi látið reisa krossa, enda kristin. Skammt þar frá eru Auðartóttir.  

Kvenfélagskonur í Dölum reistu minnisvarða, steinkross um Auði djúpúðgu árið 1965 og sumarið 2008 var sett upp söguskilti á staðnum. Bílastæði eru við Krosshólaborg og einungis stuttur spölur þaðan upp á borgina sjálfa.