Fara í efni

Hálendið

60 niðurstöður

Arnarvatnsheiði

Á Arnarvatnsheiði er óteljandi fjöldi vatna og er góð veiði í mörgum þeirra.

Askja

Askja er eldstöð, staðsett á hálendinu og er því aðeins aðgengileg yfir sumarmánuðina.

Álftavatn á Rangárvallaafrétti

Álftavatn er við Laugaveginn, gönguleiðina á milli Landmannalauga og Þórsmerkur.

Bárðarbunga

Bárðarbunga í Vatnajökli er stór og öflug megineldstöð. Er hún jafnframt víðáttumesta eldstöð landsins, talin vera nálægt 200 km. löng og allt að 25 km. breið. Eldstöðin er hulin ís og í henni leynist gríðarmikil jökulfyllt askja. Önnur megineldstöð er í kerfinu, það er Hamarinn.

Bláhnúkur í Landmannalaugum

Bláhnúkur er litfagur, venjulega með fannarblesu.

Dynkur

Dynkur er foss, um 38 m hár, í Þjórsá

Dyrhólaey

Vík
Dyrhólaey er móbergsstapi í Mýrdal á suðurströnd Íslands.

Eldgjá

Kirkjubæjarklaustur
Eldgjá er u.þ.b. 70 km löng gossprunga

Eyjafjallajökull

Hvolsvöllur
Eyjafjallajökull er í röð hærri jökla landsins.

Fagrifoss

Kirkjubæjarklaustur
Fagrifoss í Geirlandsá er tilkomumikill foss og ber hann nafn með rentu.

Fimmvörðuháls

Hvolsvöllur
Fimmvörðuháls nefnist svæðið milli Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls.

Fossahringurinn

Egilsstaðir

Fossahringur er 8 kílómetra gönguhringur sem byrjar og endar í Laugarfelli, það tekur um 2 -3 klukkutíma að ganga þessa leið. Á gönguleiðinni má sjá 5 fossa og eitt gljúfur. Sumir þessara fossa eru meðal vatnsmestu fossa á Austurlandi og þekktastir þeirra eru Kirkjufoss og Faxi en þeir eru í Jökulsá í Fljótsdal sem rennur út í Lagarfljót. 

Gangan er stikuð og nýtur sívaxandi vinsælda meðal göngufólks. Tilvalið er í lok göngu að baða sig í náttúrulaugunum í Laugarfelli.

GPX skrá af leiðinni

 

Powered by Wikiloc

Friðland að Fjallabaki

Megin einkenni svæðisins eru fjölbreytt landslag og landslagsheildir

Frostastaðavatn

Stöðuvatn á Landmannaafrétti, við Landmannaleið.

Geldingadalir

Grindavík

Á austanverðu Fagradalsfjalli er hóll, sem heitir Stórhóll, rétt vestur af Nátthagaskarði. Norður af honum er laut og svo djúpir dalir með grasflöt, nefndir Geldingadalir. Þar er þúst á flöt, og er sagt, að þar sé Ísólfur á Skála grafinn. Vildi hann vera grafinn, þar sem geldingarnir hans hefðu það best. 

Heimild Ferlir.is

Gjáin í Þjórsárdal

Selfoss
Gjáin í Þjórsárdal

Hafrahvammagljúfur

Egilsstaðir

Hafrahvammagljúfur á Austurlandi er með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum landsins. Þar sem gljúfrið er dýst eru um 200 metrar frá botni að brún og gljúfrið er um 8 kílómetrar að lengd. Merkt gönguleið er með fram gljúfrinu og niður að Magnahelli. Það þarf fjórhjóladrifsbíl til að keyra að upphafspunkti gönguleiðarinnar en hægt er að sjá hluta gljúfursins frá Kárahjúkum og þangað má komast á venjulegum fólksbíl.

Háifoss og Granni

Selfoss
Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er staðsettur nálægt eldfjallinu Heklu.

Hekla

Eldfjallið Hekla er eitt frægasta eldfjall Íslands og það sem gosið hefur einna oftast í seinni tíð.

Herðubreið

Fjallið Herðubreið er svo tignarlegt að það gengur undir nafninu drottning íslenskra fjalla.

Herðubreiðarlindir

Við rætur Herðubreiðar eru Herðubreiðarlindir sem eru af mörgum taldar einn fegursti bletturinn á öræfum landsins, einkum þó vegna útsýnis og andstæðna náttúrunnar sem þar koma fram.

Hjálparfoss

Selfoss
Hjálparfoss er tvöfaldur foss neðst í Fossá í Þjórsárdal

Hungurfit á Rangárvallaafrétti

Í Hungurfiti hefur verið skálaaðstaða frá árinu 1963 þegar þar var byggður fjallskáli sem var veruleg bót fyrir fjallmenn sem áður höfðu gist í tjöldum. Það hús tekur um 20 manns í gistingu. Árið 2013 var nýtt skálahús tekið í notkun á Hungurfitjum og það hús tekur 50 manns og er einn af nútímalegustu fjallaskálum á Íslandi, með rennandi vatni, vatnssalerni og rafmagni.

Á Hungurfitjum er einstök náttúrufegurð og hentar svæðið jafnt fyrir göngufólk, jeppafólk og hestamenn, en þaðan eru góðar reiðleiðir hvort sem er inn Rangárbotna, áfram inn á Sultarfit, inn með Faxa og yfir í Hvanngil eða niður á Fljótshlíðarafrétt. Þá er góð dagleið á hrossum frá Hungurfit niður að Fossi á Rangárvöllum. Upptök Hvítmögu eru á Hungurfitjum og er hvorttveggja í senn afar fallegt að ríða niður með Hvítmögu eða fara þar gangandi.

Ofan við fjallaskálana eru Skyggnishlíðar og liggja þar inn að fjallinu Skyggni. Vinsælt er að ganga þar upp og inn Skyggnishlíðar, en þaðan er einstakt útsýni á góðum degi. Þá er ekki síður fallegt að ganga eða ríða inn á Sultarfit, inn í Gimbragil og Hrútagil eða inn í Jökulskarð.

Hveravellir

Hveravellir er jarðhitasvæði norðan undir Kjalhrauni.

Höfðabrekkuheiði, Þakgil

Vík

Höfðabrekka er austasti bær vestan Mýrdalssands. Höfðabrekka er gamalt höfðuból, kirkjustaður og stórbýli til forna. Í Kötluhlaupi árið 1660 tók bæinn af og var hann þá fluttur upp á heiðina og var hann ekki fluttur niður aftur fyrr en 1964. Vegfarendur sem eru á ferð um Mýrdalshrepp ættu ekki að láta það fara framhjá sér að aka inn Höfðabrekkuheiðar. Þetta var þjóðleiðin austur að Mýrdalssandi í um það bil 20 ár, þangað til Jónsmessuhlaupið í Múlakvísl árið 1955 rauf hana.  

Kárahnjúkar

Egilsstaðir

Kárahjúkar eru móbergshnjúkar austan Jökulsár á Brú gegnt Sauðárdal.  Hærri hnjúkurinn er 835 metrar. Jökulsá fellur að Kárahnjúkum í miklu gljúfri, Hafrahvammagljúfri sem er eitt hið dýpsta og hrikalegasta á landinu. Megingljúfrið er um 5 km. langt en allt er gilið frá Desjará að Tröllagili um 10 km. Við Kárahnjúka hefur verið reist mikil virkjun sem sér álverinu á Reyðarfirði fyrir orku. Kárahjúkavirkjun er stærsta framkvæmd Íslandssögunnar og um leið stærsta raforkuframleiðsla landsins.

Ferð inn í Kárahnjúka er tilvalin bílferð fyrir fjölskylduna. Malbikaður vegur liggur úr Fljótsdal alveg inn að Kárahnjúkastíflu. Hægt er að fara hring um hálendið og fara út Jökuldal eða Jökuldalsheiði til baka en það eru ekki allir hlutar þeirra leiða malbikaðir.

Kárahnjúkasvæðið er kjörið til útivistar. Það er skemmtilegt að skoða Kárahnjúkastíflu sjálfa og Hálslónið. Þegar Hálslón fyllist og fer á yfirfall myndast fossinn Hverfandi við vestari enda stíflunnar og þar steypist vatnið um 100 metra niður í Hafrahvammahljúfur. Fossinn er svakalega aflmikill og getur orðið vatnsmeiri en Dettifoss. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu, til dæmis er skemmtileg gönguleið með fram Hafrahvammagljúfri og í Magnahelli en til þess að komast að upphafsstað merktu gönguleiðarinnar þarf fjórhjóladrifinn bíl.

Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll eru Stórbrotinn og svipfagur fjallaklasi

Kverkfjöll

Kverkfjöll erul megineldstöð í norðurbrún Vatnajökuls.

Lakagígar og Laki

Gígaröð á Síðumannaafrétti, um 25 km á lengd. Liggur hún frá móbergsfjallinu Hnútu til norðausturs og endar uppi í Vatnajökli. Gígaröðin dregur nafn af móbergsfjallinu Laka sem slítur hana sundur nálægt miðju.

Svæðið er innan Vatnajökulsþjóðgarðs og opið ferðamönnum allan ársins hring en það ræðst af snjóalögum og veðurfari hversu lengi vegir eru opnir. Venjulega eru þeir opnir upp úr miðjum júní og eitthvað fram eftir hausti. Aðeins má aka þá vegi sem merktir eru á kortum þjóðgarðsins, aðrir vegir og slóðar á svæðinu eru lokaðir fyrir almennum akstri. Hér sem annars staðar er stranglega bannað að aka utan vega.

Yfir sumarið bjóða landverðir upp á fræðslugöngur á svæðinu. Upplýsingar um göngurnar má finna á vefsíðu þjóðgarðsins, á samfélagsmiðlum og í gestastofum.

Lakagígar gusu árið 1783 hinu mesta hraungosi er sögur fara af á jörðinni. Kallaðist það Síðueldur eða Skaftáreldar. Gosið hófst hinn 8. júní. Gaus fyrst úr suðurhluta sprungunnar, sunnan Laka, þar sem hét Varmárdalur. Var hann þá algróinn. Varmárdalur er nú fullur af hrauni. Hraunflóðið féll niður gljúfur Skaftár og fyllti það en rann síðan austur með Síðuheiðum og breiddist svo út á láglendinu. Annar hraunstraumur féll austur í farveg Hverfisfljóts og rann niður í Fljótshverfi.

Gígaröðin við Hnútu er í um 500 m hæð y.s. en um 650 m hæð y.s. nyrst. Alls eru gígaopin talin vera um 100. Gígarnir eru af margvíslegri gerð og lögun. Sumir eru þeir kringlóttir, aðrir aflangir, stundum meira eða minna brotnir. Í barmi flestra þeirra er skarð sem hraunið hefur runnið út úr. Víða standa gígarnir svo þétt að hver grípur í annan en annars staðar verður alllangur spölur milli þeirra. Lakagígar eru það sem kallað er gjallgígaröð. Efni gíganna er svart og rautt gjall eða þeir eru úr hraunkleprum eða jafnvel eldborgir úr samfelldri hraunsteypu. Stærð þeirra er einnig misjöfn. Hinir hæstu eru um 100 m háir en langflestir milli 20 og 50 m en nokkrir þó enn lægri. Nú eru flestir þeirra að meira eða minna leyti þaktir þykkri breiðu af grámosa og hinir fegurstu tilsýndar. Ganga ber um þá með gætni því að mosinn er afar viðkvæmur. Lakagígar eru, hvernig sem á þá er litið, ein stórfelldasta furðusmíð í náttúru landsins. Þeir voru friðlýstir árið 1971.

Margir vísindamenn hafa kannað Lakagíga. Fyrstur á þessar slóðir varð Magnús Stephensen konferensráð, árið 1784. Samdi hann hina fyrstu ritgerð um gosið og ferð sína til eldstöðvanna. Næstur var Sveinn Pálsson læknir árið 1794 og gerði hann fyrstu nákvæmu lýsinguna af hluta eldstöðvanna og umhverfi þeirra.

Laki
Kollóttur móbergshnjúkur (818 m y.s.) á Síðumannaafrétti. Laki liggur í gígaröðinni miklu sem við hann er kennd. Eldsprungan gengur gegnum fjallið og sér hennar greinileg merki. Auk aðalsprungunnar eru þar smásprungur er lítils háttar hraunspýjur hafa fallið frá. Af Laka er gott að glöggva sig á allri gígaröðinni bæði norður og suður svo og á landslagi afréttarins. 

Landmannahellir

Landmannahellir er áfangastaður á Landmannaafrétti. Þar hefur verið áfangastaður ferðamanna um svæðið til langs tíma og dregur staðurinn nafn sitt af helli sem þar er og var nýttur um aldir fyrir bæði menn og hross.

Í dag er þar vinsælt skálasvæði þar sem gönguhópar og hestahópar gista gjarnan á sumrin í ferðum sínum en á staðnum er einnig tjaldstæði. Rekstur svæðisins er í höndum Hellismanna ehf. og á félagið mörg hús á svæðinu, en Veiðifélag Landmannaafréttar á einnig fjallaskála þar sem og einkaaðilar.

Þekkt gönguleið, Hellismannaleið, liggur um svæðið og hefur nú verið stikuð frá Rjúpnavöllum um Áfangagil í Landmannahelli og þaðan í Landmannalaugar. Til að komast í Landmannahelli þarf að fara um Dómadalsleið (F225) og eru um 80 km frá Landvegamótum í Landmannahelli.

Landmannalaugar

Landmannalaugar draga nafn sitt af heitri laug sem kemur undan Laugahrauninu.

Langisjór, Fögrufjöll, Grænifjallgarður

Langisjór liggur frá norðaustri til suðvesturs, aðkrepptur af háum fjöllum,

Langjökull

Langjökull er næststærsti jökull landsins

Langjökull í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði
Jökull í Borgarfirði. Gott aðgengi. Íshellir og ferðir

Laugafell

Aðdráttarafl Laugafells felst í heita vatninu sem þar sprettur upp en öll hús á svæðinu er hituð upp með því. Heitustu uppspretturnar eru tæplega 50ºC. Þar er alger draumur að skríða í ylinn eftir skemmtilegan dag á fjöllum.

Laugarfell

Egilsstaðir

Laugarfell er staðsett á austanverðu hálendi Íslands, rétt norðan við fjallið Snæfell. Kárahnjúkavegur liggur nánast að Laugarfelli en afleggjarinn frá veginum að skálanum er tveir kílómetrar og er það eini staðurinn sem ekki er lagður bundnu slitlagi að skálanum. Að sumri til er vel fært að Laugarfelli fyrir allar tegundir ökutækja.

Laugarfell er með gistirými fyrir 28 manneskjur. Tvær heitar náttúrulegar laugar eru við Laugarfell og eru þær samkvæmt gömlum heimildum þekktar fyrir lækningamátt sinn.

Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Laugarfells og fjöldi fallegra fossa er í þægilegri göngufjarlægð frá Laugarfelli. Miklar líkur eru á að sjá hreindýr á vappi í hágrenni Laugarfells.

Laugarfellsskáli er opinn frá 1. júní - 30. september.

Ljótipollur

Sprengigígur á Landmannaafrétti norðaustur frá Frostastaðavatni.

Lónsöræfi

Upp frá Lóni, austan Vatnajökuls gengur fjallahringur, dalir og öræfi er nefnast Stafafellsfjöll, Lónsöræfi eru nýrra heiti á sama svæði og nær yfir svæðið sem liggur á milli Snæfells og Stafafellsfjalla. Svæðið er þekkt fyrir falleg og litrík fjöll ásamt fjölbreyttum gönguleiðum. Víða eru grónir balar og ekki ólíklegt að menn rekist á hreindýr á ferð sinni um öræfin. Stafafellslandið er stórkostlegt gönguland fyrir þá sem unna fögrum jarðmyndunum.

Magnahellir

Egilsstaðir

Ekið frá Kárahnjúkastíflu eftir góðri jeppaslóð að norðan út Lambafell að krossgötum við Laugavelli. Farið er niður að bílaplani við Dimmugljúfur. Þar er upplýsingaskilti og upphaf merktrar gönguleiðar, sem liggur í Hafrahvamma og Magnahelli. Hólkurinn með gestabók og stimpli er í hellinum. Það var siður Brúarbænda að fornu að hafa sauðfé sitt inni í hvömmum nokkrum við Jökulsá á vetrum í helli þeim, sem þar er og kallaður er Magnahellir. Tekur hann nafn af Magna, bónda, sem fyrrum bjó á Brú, og fann fyrstur upp á að hafa þar sauðfé á vetrum um tíma.

Hluti af Perlum Fljótsdalshéraðs

GPS : N64°99.252-W15°71.683

 

Powered by Wikiloc

Mýrdalsjökull og Katla

Mýrdalsjökull og Katla

Möðrudalur

Möðrudalur liggur hæst bæja á Íslandi, 469 m.y.s. Ein landmesta jörð landsins. Þar hefur meira og minna verið í byggð frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar.

Norðurdalur - hjólaleið

Egilsstaðir

Upphaf er við Ufsárlón á Eyjabökkum, rétt austan ivð brúna yfir Jökulsá í Fljótsdal. Vinsamlegast lokið hliðinu á eftir ykkur. Leiðin er mjög greinileg og liggur að mestu með girðingunni austan við Jökulsá og trackið endar við bæinn Glúmsstaðasel. Þar er hægt að fara yfir ánna á kláf og t.d. hjóla áfram út í Óbyggðasetur.

Leiðin er að mestu miðlungserfið, en í henni eru mýrarkaflar sem geta verið erfiðir en eru ekki langir. Það eiga ekki að vera neinar sérstakar hættur á leiðinni, en við biðjum fólk ávallt að gæta fyllsta öryggis og sérstaklega ef farið er fram á gilbrúnina til náttúruskoðunar.

Hægt er að afla frekari upplýsinga hjá Hel-Fjallahjólaleiðum í Fljótsdal (sjá hér).

Ófærufoss - Nyrðri Ófæra

Ófærufoss er einstaklega fallegur foss í ánni Nyrðri-Ófæru og fellur í tveimur fossum ofan í Eldgjá. Yfir neðri fossinum var steinbogi til ársins 1993 en hann hrundi þá í ána í vorleysingum en áin fellur um gjána. Af Fjallabaksleið nyrðri er hægt að aka nokkurn spöl inn í Eldgjá og ganga þaðan að Ófærufossi en vegurinn liggur upp á austurbarm Eldgjár. Til að komast þangað þarf að aka Nyrðri-Ófæru á vaði, sem getur verið varasamt. Óhætt er að mæla með göngu upp á Gjátind, þaðan sem útsýni er frábært yfir Eldgjá, til fjalla við Langasjó og Síðuafrétt með Lakagígum.

Ófærufoss fellur ofan í Eldgjá á Skaftártunguafrétti. Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga, breidd hennar er víða um 600 m og dýptin nær allt að 200 m. Þegar hún myndaðist hefur líklega gosið í henni endilangri, sennilega í kringum árið 934.
Talið er að gossprungan nái undir Mýrdalsjökul. Úr Eldgjá hafa runnið mikil hraun niður um Landbrot og Meðalland og til sjávar við Alviðruhamra í Álftaveri. Hraunin, sem runnu frá henni, eru talin þekja 700 km² sem er mesta flatarmál hrauns á sögulegum tíma á jörðinni, þ.e. eftir síðustu ísöld.

Eldgjá er talin tilheyra sama eldstöðvarkerfi og Katla. Eldgjá er einstakt náttúrufyrirbæri og er á náttúrminjaskrá. Fyrirhugað er að Eldgjá og nærliggjandi svæði verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Nú hafa komið fram kenningar um að afleiðingar þessa goss hafi ekki síður gætt í Evrópu en gossins í Lakagígum. Samkvæmt nýfundnum heimildum urðu á tíma gossins uppskerubrestir, pestir og hörmungar bæði í Evrópu og Miðausturlöndum. Þá eru líkur leiddar að því að þetta gos hafi valdið meira tjóni en Lakagígagosið.

Sanddalur

Egilsstaðir
Sanddalur er fallegur dalur sem liggur suður af Snæfelli. Dalurinn er hrjóstrugur og ægifagur með grænum mosabreiðum og sérkennilegum bergmyndunum sem sveipa dalinn ævintýraljóma. Til að fara í Sanddal þarf fjórhjóladrifinn bíl en einnig er hægt að ganga þangað frá Kárahnjúkavegi.

Snæfell

Egilsstaðir

Snæfell (1833 m) er hæsta fjall Íslands, utan jökla, og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Sumar rannsóknir benda til þess að fjallið kunni enn að vera virk eldstöð, aðrar telja svo ekki vera. Snæfell er fremur auðvelt uppgöngu, en þó ekki fyrir óvana. Þá er lagt af stað skammt sunnan við Snæfellsskála sem er undir vesturhlíð Snæfells, eða frá Sandfelli að norðanverðu. Að fjallinu liggur sumarvegur sem fær er fjórhjóladrifnum bílum og dugir dagurinn til að klífa það, sé lagt upp frá Egilsstöðum snemma að morgni. Gott er að reikna með um 7-9 tímum í göngu.

GPX skrá af gönguleiðinni

Sólheimajökull

Vík
Sólheimajökull er skriðjökull sem skríður frá norðvestanverðum Mýrdalsjökli

Sótavistir - Gönguleið

Egilsstaðir

Stikuð gönguleið við rætur Snæfells þar sem Sótajökull er að hverfa úr jökulskál í fjallinu sem kallast Sótavistir. Neðst stendur stór drangur úr dökku gjallbergi sem skriðjökullinn hefur reist upp á endann svo hann líkist bautasteini. Kallast hann Sótaleiði, kenndur við jötuninn Sóta.

GPX skrá af gönguleiðinni

Sænautasel

Egilsstaðir
Sænautasel á Jökuldalsheiði við samnefnt vatn var endurbyggt í lok síðustu aldar sem góður fulltrúi heiðarbýlanna fyrrum tíð. Þar er tekið á móti ferðamönnum á sumrin. Í Sænautaseli er boðið upp á hina ýmsu skemmtun og léttar veitingar að þjóðlegum hætti. Opið er alla daga í júní-ágúst.

Vatnajökull

Vatnajökull er stærsti jökull Íslands, sem og stærsti jökull í rúmmáli í allri Evrópu.

Vatnajökulsþjóðgarður

Egilsstaðir

Vatnajökulsþjóðgarður er 14.967 ferkílómetrar að flatarmáli, eða um 14,5% af Íslandi. Ríflega helmingur þjóðgarðsins er jökull og þar er að finna einstök dæmi um samspil elds og íss, landmótunar jökla og vatnsfalla. Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 7. júní 2008 en markmiðið með stofnun og rekstri þjóðgarðsins er að vernda Vatnajökul og landsvæði honum tengd. Innan austursvæðisins er að finna náttúruperlur eins og Snæfell, Eyjabakka, Lónsöræfi, Kverkfjöll, Hvannalindir, Hveragil og margt, margt fleira.

Veiði á Landmannaafrétti

Fyrir utan Veiðivötn er að finna fjölmörg önnur stöðuvötn sunnan Tungnaár, en í 12 þeirra eru leigð veiðileyfi sem hægt er að kaupa hjá skálavörðum í Landmannahelli.

Um er að ræða vötnin: Blautuver, Dómadalsvatn, Eskihlíðarvatn, Frostastaðavatn, Herbjarnarfellsvatn, Hnausapollur (Bláhylur), Hrafnabjargavatn, Kílingavötn, Lifrafjallavatn, Ljótipollur, Löðmundarvatn og Sauðleysuvatn. Af þessum vötnum eru Ljótipollur og Hnausapollur yngst, það fyrrnefnda frá 1477 og það síðarnefnda frá 871.

Flest vatnanna eru afrennslislaus, en þó rennur Helliskvísl úr Löðmundarvatni og Blautuver og Kílingavötn hafa samgang við Tungnaá. Urriði veiðist alfarið í Ljótapolli, Herbjarnarfellsvatni, Lifrarfjallavatni og Dómadalsvatni. Urriði og bleikja veiðast í Blautuverum, Frostastaðavatni og Kílingavötnum en einungis bleikja í öðrum vötnum.

Veiðivötn

Hella
Veiðivötn

Víknaslóðir

Víknaslóðir er gönguleiðakerfi sem teygir sig yfir landssvæðið milli Borgarfjarðar eystri og Loðmundarfjarðar. Svæðið er eitt best skipulagða göngusvæði á Íslandi í dag, vel stikaðar og merktar leiðir. Ferðamálahópur Borgarfjarðar gefur í samvinnu við hagsmunaaðila á svæðinu út öflugt gönguleiðakort sem fæst hjá öllum ferðaþjónustuaðilum á Borgarfirði eystri, í Upplýsingamiðstöðinni á Egilsstöðum og hjá Ferðafélagi Íslands í Mörkinni.

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs rekur í samvinnu við Ferðamálahóp Borgarfjarðar þrjá vel búna gönguskála á Víknaslóðum, í Breiðuvík, Húsavík og í Loðmundarfirði. Ferðaþjónustuaðilar á Borgarfirði veita göngufólki fjölbreytta þjónustu, svo sem við ferðaskipulag, gistingu, leiðsögn, flutninga (trúss) og matsölu.

Gönguleiðakerfið er fjölbreytt með styttri og lengri gönguleiðum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

 

Þjófafoss

Hella
Þjófafoss er í Þjórsá, austan við Merkurhraun. Fossinn dregur nafn sitt af því að þar hafi þjófum áður verið drekkt.

Þórsmörk

Hvolsvöllur
Þórsmörk er einstök náttúruperla norðan Eyjafjallajökuls og vestan Mýrdalsjökuls.

Grænadyngja

Grænadyngja er bratt móbergsfjall vestan við Sog og austan við Trölladyngju. Grænadyngja og Trölladyngja eru af sama meiði. Ungar gossprungur umlykja bæði Trölladyngju og Grænudyngju og háhitasvæði eru þar nálæg. Apalhraun runnu frá gosstöðvum suður til sjávar við Reykjanesbraut, t.d. Afstapahraun.

Skemmtilegar gönguleiðir liggja um fjöllin. Einfaldast er að nálgast þær með því að keyra út af Reykjanesbrautinni um sama afleggjara og að Keili. 

Grænadyngja er áfangastaður (e. geosite) í Reykjanes Unesco Global Geopark.

Hrafntinnusker

Útsýn er víð og mikil af Hrafntinnuskeri.

Hvannárgil

Egilsstaðir

Gengið frá skilti við Kverkfjallaveg F905. Hringleið frá Kjólsstaðaskoru um Vatnsstæði, inn í Hvannárgil neðsta og gegnum þau öll til enda. Efsta gilið er mjög stórbrotið og endar í fallegum fossi. Staukurinn er í efsta gilinu. Gengið til baka niður Slórdal.

GPS: N65°16.868-W15°47.418

 

Powered by Wikiloc

Katla

Eldstöð (1450 m y.s.) í suðaustanverðum Mýrdalsjökli, önnur þekktasta gosstöð landsins. Katla er venjulega hulin jökli en hefur að jafnaði gosið á 40-80 ára fresti. Brýst hún þá í ógurlegum hamförum undan jöklinum, bræðir hann á stóru svæði og orsakar feiknarleg vatnsflóð sem flæmast með jakaburði suður allan Mýrdalssand.

Heimildir geta um 16 gos í Kötlu en sennilega munu þau vera um 20. Sum Kötluhlaupa hafa verið geysimikil og hafa þau eytt byggð þeirri sem fyrrum var á Mýrdalssandi. Kötluhlaup sem kom árið 1311 hefur verið kallað Sturluhlaup. Það tók af marga bæi í svonefndu Lágeyjarhverfi og drukknaði allt fólk, að því er munnmæli herma, nema maður einn, Sturla að nafni. Hljóp hann með barn í vöggu upp á ísjaka og barst á honum út til hafs. Seinna rak jakann að landi og þau björguðust bæði.

Síðast gaus Katla árið 1918 og flæmdist vatnsflaumurinn þá yfir Mýrdalssand á stórum svæðum en olli ekki tjóni svo að teljandi væri.


Heimild: Íslandshandbókin útgáfa 1.0. Námsgagnastofnun 1995.

Skessugarður

Egilsstaðir

Skessugarður er mikill ruðningshryggur gerður úr ferlegu, dílóttu stórgrýti og liggur þvert yfir Grjótgarðsháls frá vestri til austurs, vestan við Grjótgarðsvatn ytra. Garðurinn er um 300 m langur og allt að 7 m hár á kafla að utanverðu, en stórgrýtisdreif af sömu bergtegund er á hálsinum báðum megin við garðinn. Garðurinn markar stöðnunar - eða framrásarstig Brúarjökuls í lok síðasta jökulskeiðs. Skessugarður mun vera næstum einstæður meðal jökulgarða að því leyti að hann er gerður úr stórgrýti einu saman - fínefni vantar - en meðal einkenna jökulgarða er það einmitt að í þeim ægir saman misgrófu efni, frá jökulleir til stórgrýtis. Skýring þessa er sennilega sú að vatnsflóð hafi skolað burt fíngerðara efninu eftir að garðurinn myndaðist og stórgrýtið eitt orðið eftir.

Þessi grjóthryggur er því merkilegt jarðfræðilegt fyrirbæri sem á fáa eða enga sína líka, hérlendis eða erlendis.

Nafnið tengist gamalli tröllasögu; tvær skessur áttu að hafa hlaðið garðinn sem landmerki á milli sín. Sæmileg bílaslóð er af gamla Möðrudalsveginum um hálstaglið inn að vatninu og garðinum.