Fara í efni

Tröllafossar í Borgarfirði

Borgarnes

Tröllafossar í Borgarfirði eru fossa- og flúðasvæði í Grímsá. Óvenjufallegt útsýni og sjónarhorn er þaðan á fjallið, Skessuhorn. Á sumrin er algengt að sjá laxa stökkva upp fossana. Auðveld aðkoma er að fossunum við veitingastaðinn í Fossatúni. Í klettum við árbakkann er afar skýr tröllkonumynd. 

Tröllagarður er í Fossatúni þar sem hægt er að fara í tröllaleiki og gönguferðir og meðal annars kynnast persónum úr sögunni Tryggðatröll eftir Steinar Berg.