Fara í efni

Skarðsvík á Snæfellsnesi

Snæfellsbær

Skarðsvík á Snæfellsnesi er afar ólík flestum sandfjörum á Íslandi því hún minnir frekar á strendur við Miðjarðarhafið með ljósum sandi, grænbláu vatni og dökku eldfjallalandinu í kring.  

Þar er tilvalið að stinga sér í sjóinn í litla stund. Hafa skal í huga að öldurnar í Skarðsvík eru þekktar fyrir að vera kraftmiklar. Mælt er með því að heimsækja ströndina á háfjöru til að tryggja öryggi.  

Til að komast að Skarðsvík er farið af svonefndum Útnesvegi nr. 547 inn á veg sem meðal annars liggur að Svörtuloftum og Öndverðarnesvita.

Bílastæði eru fyrir ofan Skarðsvík fyrir nokkra bíla.