Fara í efni

Ingjaldssandur

Ísafjörður

Ingjaldssandur er stór dalur á milli Önundarfjarðar og Dýrafjarðar. Áður átti margt fólk heima á Ingjaldssandi en núna eru íbúarnir eingöngu tveir. Vegurinn yfir Sandsheiði er nógu góð ástæða til þess að keyra yfir á sand þar sem útsýnið frá heiðinni er stórkostlegt. Á Ingjaldssandi er félagsheimilið Vonarland og lítil kirkja með óvenjulegan keltneskan kross á toppnum. Ströndin og sandurinn er einnig heillandi.