Fara í efni

Breiðavík

Patreksfjörður

Breiðavík er staðsett á leiðinni út á Látrabjarg. Keyrt er suðvestur yfir hálsinn frá Örlygshöfn og komið er niður í Breiðavík. Í Breiðavík er kirkjustaður og Hótel er þar starfrækt allt árið. Vegurinn er ekki upp á marga fiska en það er þannig á mögum öðrum stöðum á Vestfjörðum. Við mælum með því að fólk taki sér stopp á leið sinni að eða frá Látrabjargi og gangi niður á sandinn í Breiðavík. Skemmtilegt er einnig að sjá hvernig sandurinn hefur fokið upp í fjallshlíðarnar sitthvoru megin og myndar því einskonar strönd upp á fjallstoppana