Fara í efni

Skorradalur í Borgarfirði

Borgarnes

Skorradalur er syðstur Borgarfjarðardala, skógivaxinn og að mestu hulinn með Skorradalsvatni. Dalurinn er tilvalinn til útivistar. Lítið er þar um hefðbundinn búskap í dag en sumarbústöðum fer fjölgandi og skóglendi stækkar ár frá ári.  

Sunnan að dalnum liggur Skarðsheiði yst en Dragafell og Botnsheiði innar. Dalurinn er 25 km. langur, hlykkjóttur og frekar þröngur nema rétt neðst. Víðáttumiklir skógar eru í dalnum en miklu samfelldari að norðanverðu. Innan til er dalurinn þröngur og þykir einkar fagur.  

Fitjar eru innst í dalnum þar var kirkjustaður. Á Stálpastöðum, sem er í norðanverum dalnumm, er töluverður skógur og þar sem finna má fallegar gönguleiðir. Tjaldsvæðið í Selsskógi er gróður- og skjólsælt tjaldsvæði rétt við Skorradalsvatn. 

Jarðhiti er aðeins á einni jörð, Efri Hrepp og er þar sundlaug, Hreppslaug.