Fara í efni

Háifoss og Granni

Selfoss

Háifoss í Fossá í Þjórsárdal er staðsettur nálægt eldfjallinu Heklu. Hann er 122 m hár og er þriðji hæsti foss landsins. Lengi vel var fossinn nafnlaus, en árið 1912 tók Dr. Helgi Pétursson jarðfræðingur sig til og nefndi hann. 

Rétt austan Háafoss er annar foss, litlu lægri, Granni. Léttasta leiðin að fossinum er frá línuveginum milli Tungufells og Sandafells. Þaðan þarf aðeins að ganga stuttan spöl niður í mót, en fara verður gætilega á brúnum gilsins.

Einnig er hægt að ganga inn Fossárdalinn, þar er merkt gönguleið frá Stöng og upp að Háafossi, með fram Fossá. Gönguleiðin er vinsæl bæði sem gönguleið og hjólaleið og hægt að gera hring með því að fara svo frá Háafossi og um Gjánna líka. Frá Stöng og að Háafossi eru um 6 km. ganga.