Fara í efni

Gásir í Eyjafirði

Akureyri

Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best varðveitti miðaldakaupstaður hér á landi. Gásir er einstakur sögustaður sem er víða getið í rituðum heimildum og er sú elsta frá 1162. Á Gásum var verslað, unnið var að handverki og iðnaði. Hugsanlegt er að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til verslun hófst á Akureyri um 1550. Á Gásum fór fram fornleifa- og gróðurfarsrannsókn 2001-2006 undir stjórn Minjasafnins á Akureyri.
Rústir hins forna kaupstaðar er friðlýstur og í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Svæðið hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna fuglalífs en þar eru einnig sjálfgæfar plöntutegundir.
Nánari upplýsingar á www.gasir.is