Botnsvatn
Húsavík
Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar.
Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið sem er 5,4 km langur. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.